Fyrirspurn og smá hugleiðing?

Smá hugleiðing og fyrirspurn:
Er ekki erfitt að greina sjúkling hvort hann sé hættulegur sjálfum sér og öðrum eða ekki,hvort hann á rétt á innlögn og meðferð á geðdeild eða ekki?Hvar liggja mörkin hjá Geðdeild Landspítalans?Það er of seint að sinna sjúkling og leggja inn ef hann er búin að taka líf sitt eða annað líf,það gefur augaleið.Hver getur metið og sett sig í dómarasæti gagvart því hver á rétt á innlögn og hver ekki??

Ég veit dæmi um fárveikan ungan einstakling á götunni í R.vík heimilislausan í landadrykkju og öðrum efnum búin að reina að stytta líf sitt tvisvar, með geðhvarfasýki á háu stigi,sem vill komast inn og fá hjálp,honum var neitað um innlögn með vottorð frá heimilislækni þar sem tekið var framm að hann þyrfti á innlögn á geðdeild að halda.??Er farið að meta hver á að halda lífi eða ekki?Hvað er í gangi,er sparnaður í heilbrigðiskerfinu að valda fólki dauða??(sjálfsmorðum fjölgar gífurlega hér á landi 90 manns talin hafa tekið líf sitt árið 2012!)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband